Byrjunaráfangi í efna- og líffræði þar sem fjallað er um grunnþætti efnafræði og nokkur helstu viðfangsefni líffræðinnar. Farið yfir uppbyggingu atóma og eiginleika frumefna, efnasambönd, efnablöndur og efnatengi. Fjallað verður um lotukerfið og rafeindaskipan sem og lífræn efni. Farið yfir grunnhugtök og líffræðilega ferla og fjölbreytileiki og flokkun lífvera kynnt. Skoðað verður samspil milli lífvera og umhverfis. Helstu efnisþættir eru: líffræði sem fræðigrein og undirflokkar hennar, bygging og starfsemi frumna, æxlun, erfðir og þróun ásamt grundvallaratriðum vistfræðinnar.
Áfanginn er byggður upp á fyrirlestrum, verklegum æfingum og skýrsluskrifum, flutningi á nemendafyrirlestri og öðrum tilfallandi verkefnum, ýmist einstaklings- eða hópavinnu.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• grunnhugtökum efna- og líffræðinnar og sérstöðu greinanna
• almennum rannsóknaraðferðum greinanna
• grunnlögmálum, ferlum og orðfæri til að taka þátt í almennri umræðu um greinarnar
• tengslum einstakra náttúru- og raungreina við heilbrigði og velferð
• órofa samspili náttúru, umhverfis, efnahags og samfélags
• sjálfbærni og sjálfbærri þróun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• setja fram og túlka einfaldar myndir og gröf
• vinna sjálfstætt við framkvæmd verklegra æfinga og geta útskýrt niðurstöður út frá fyrirmælum, verkseðli eða úr heimildum
• tengja á milli stærðfræði og raungreina til úrlausnar verkefna
• geta tengt heilbrigði við velferð
• tengja sjálfbærni við ferli í náttúrunni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• leggja gróft mat á upplýsingar sem tengjast efna- og líffræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu á gagnrýninn hátt
• tengja undirstöðuþekkingu í efna- og líffræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
• afla sér frekari þekkingar á efna- og líffræðilegum viðfangsefnum
• nota rannsóknartæki efna- og líffræðinnar
• sýna sjálfstæði við að miðla niðurstöðum úr verklegum æfingum og geta útskýrt og dregið ályktanir af niðurstöðunum
• geta tengt saman efnisþætti við úrlausn viðfangsefna
• beita skipulegum aðferðum og skráningu við úrlausnir verkefna
• tengja þætti einstakra náttúru- og raungreina við daglegt líf, eigið heilbrigði og umhverfi
• ræða og útskýra sjálfbærni á lýðræðislegan og fordómalausan hátt
Einstaklings- og hópverkefni, verklegir æfingar og skýrslur, heimavinna, heimildavinna, nemendafyrirlestrar, kannanir og lokapróf.