Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1421052220.4

  Menningarþættir fyrri alda
  ÍSLE3BF05(SB)
  33
  íslenska
  bókmenntir fyrri alda
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  SB
  Áhersla er lögð á tengsl tungu, bókmennta og þjóðfélags frá siðaskiptum fram yfir aldamótin 1900. Vakin er athygli á því hvernig bókmenntir spegla þjóðfélagsaðstæður og menningarlíf á tímum siðaskipta, lærdómsaldar, upplýsingar, rómantíkur og raunsæis. Nemendur kynnast einnig hugmyndum manna um íslenska tungu og viðleitni til breytinga á þróun hennar.
  A.m.k. 10 einingar í íslensku á 2. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • kunna skil á áhrifum erlendra menningarstrauma á bókmenntir tímabilsins
  • kunna skil á helstu verkum tímabilsins og geta greint mikilvægi þeirra í mótun samtímans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig í ræðu og riti á gagnrýnin hátt um helstu verk tímabilsins og áhrif erlendra menningarstrauma á málfar og bókmenntir
  • geti lagt mat á hina ýmsu texta tímabilsins og myndað sér skoðanir á þeim
  • geti gert grein fyrir einkennum helstu verka tímabilsins
  • geti greint helstu baráttumenn fyrir íslenskri tungu og myndað sér skoðanir á því máli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fá innsýn í samfélagshætti og hugmyndaheim fyrri tíma
  • setja bókmenntaverk í sögulegt samhengi
  • nýta sér upplýsingar úr verkum tímabilsins til að mynda sér skoðun á tíðaranda og menningarlífi
  Notast verður við fjölbreyttar námsmatsaðferðir sem byggjast t.d. á athugunum nemandans á ýmsum þáttum efnisins, kynningum / fyrirlestrum og þátttöku í umræðum um efni þeirra ásamt smáprófum og verkefnum ýmiskonar.