Íslenskar bókmenntir frá 1550-1900. Fjallað verðum um efnið út frá bókmenntastefnum þ.e. lærdómsöld, upplýsingaöld, rómantík og raunsæi. Lögð verður áhersla á hvernig bókmenntirnar endurspegla þær aðstæður sem Íslendingar bjuggu við.
10 einingar í íslensku á öðru þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
bókmenntum og bókmenntasögu tímabilsins frá 1550-1900
orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
öllum helstu bókmenntahugtökum og mismunandi tegundum bókmennta
tímabilum í íslenskum bókmentum; lærdómsöld, upplýsing, rómantík og raunsæi
samspili bókmennta og þjóðfélagsbreytinga
algengum bragreglum og helstu bragarháttum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með texta þar sem hann beitir gagnrýnni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
ganga frá texta og nýta sér uppbyggilega gagnrýni
skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli
nýta sköpunargáfu og sýna sjálfstæði við úrvinnslu verkefna
flytja af öryggi vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrifa skýran og vel uppbyggðan texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður
tjá rökstudda afstöðu og taka virkan þátt í málefnalegri umræðu
draga saman aðalatriði, beita gagnrýnni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta og geta miðlað því á skýran hátt til samnemenda sinna
átta sig á samfélagslegri skírskotun og ná duldum boðskap og hugmyndum
sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá