Áfanginn er ætlaður nemendum í upphafi skólagöngu. Efni áfangans eru ýmsir þættir sem tengjast því að vera nemandi í framhaldsskólanum og manneskja í samfélagi. Áhersla er lögð að nemendur læri á framhaldsskólakerfið sjálft, námsleiðir og skipulag náms miðað við mismunandi útgönguleiðir og áhugasvið. Einnig er tekið til umfjöllunnar staða einstaklingsins í samfélaginu, fjármál og réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Í lífsstílshlutanum er farið í forvarnarfræðslu af ýmsu tagi sem og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu. Samhliða öðrum viðfangsefnum er lögð áhersla á að styrkja samkennd nemenda og efla tjáningarhæfni þeirra og sjálfstraust.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skólaumhverfinu og skólastarfinu í heild sinni
námsmöguleikum, námsleiðum og ólíkum starfsgreinum í samfélaginu
hvernig undirbúa skal og flytja munnleg erindi við mismunandi aðstæður
kostum heilbrigðs lífstíls
hvað felst í ábyrgri hegðun í umferðinni
því hvað einkennir góð samskipti almennt og á samfélagsmiðlum
réttindum og skyldum á vinnumarkaði
grunnatriðum í fjármálum einstaklinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita sér upplýsinga um þær stoðir sem í boði eru í skólanum
skoða námsframboð og námsleiðir og tengja við áhugasvið
undirbúa mál sitt og færa rök fyrir skoðunum sínu og afstöðu
afla sér upplýsinga um þá þætti í lífinu sem áhrif hafa á heilbrigði
sýna ábyrga hegðun í umferðinni
skipuleggja og bera ábyrgð á eigin fjármálum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér þær stoðir sem í boði eru í skólanum
skýra hvert hann stefnir og taka ábyrgð á eigin námi og framtíð
flytja mál sitt
greina hættur í umferðinni til að vera ábyrgur ökumaður
taka upplýstar ákvarðanir varðandi eigið líf og heilsu
útskýra eigin gildi varðandi samskipti almennt og á samfélagsmiðlum
vera læs á fjármál sín
vera ábyrgur og sjálfstæður einstaklingur á vinnumarkaði
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá