Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1421250946.53

    Uppeldis- og menntunarfræði
    UPPE3UT05
    6
    uppeldisfræði
    Uppeldis- og menntunarfræði, forvarnir, tómstundafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um ýmis svið uppeldis og mennta á Íslandi. Nemendur skoða hugmyndafræði og markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla og vinna verkefni sem tengjast þessum skólastigum. Einnig verkefni sem tengjast forvörnum, fjölmenningu, áhrif dægurmenningu og tómstundir barna og unglinga. Ýmsir áhrifaþættir í uppeldi eru skoðaðir svo sem kynhlutverk, sorg og viðbrögð við áföllum, skilnaður, einelti og ofbeldi. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennsluhætti og ábyrgð, virkni og áhuga nemenda.
    UPPE2UM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla og helstu lögum sem fjalla um þessi skólastig, ólíka hugmyndafræði innan menntakerfisins og hugtök uppeldis- og menntunarfræðinnar
    • áhrifum fyrirmynda á börn og unglinga sem og félagsmótandi áhrif auglýsinga, fjölmiðla og dægurmenningu
    • tómstundafræði sem faggrein og ýmsum leiðum til forvarna
    • viðbrögðum barna og unglinga við erfiðleikum og mögulegum áhrif á líf og hegðun þeirra
    • mikilvægi jafnréttis, lýðræðis og mannréttinda í námi og lífi barna og unglinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja og framkvæma verkefni á ýmsum sviðum innan fagsins og beita hugtökum og kenningum á uppeldis- og menntunarfræðileg viðfangsefni
    • greina ýmsa þætti í umhverfinu sem hafi áhrif á líf barna og unglinga og geti skoðað sína eigin hegðun og annarra út frá grundvallarhugmyndum uppeldisfræðinnar
    • sækja sér upplýsingar, greina og vinna með þær og deila með öðrum á fjölbreyttan hátt
    • beita sjálfstæðum vinnubrögðum og vera í samvinnu við aðra og geti metið sitt eigið vinnuframlag sem og annarra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna á faglegan og ábyrgan hátt verkefni sem tengjast námsefni áfangans og tjáð sig skipulega og faglega um uppeldisleg álitamál
    • hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Að þeir geti sett sig í spor annarra og átt samskipti við börn á ábyrgan og farsælan hátt
    • sjá uppeldis- og menntunarfræðileg hugðarefni út frá mismunandi kenningarlegum sjónarhornum og tekið gagnrýna afstöðu til álitamála á því sviði
    • geta metið á gagnrýninn hátt menningarlegt efni sem ætlað er börnum og unglingum
    • taka ábyrgð á eigin námi og séu bæði virkir og áhugasamir
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.