Í áfanganum læra nemendur sálfræðilegar aðferðir til að hafa áhrif á eigin líðan og andlegan styrk. Fjallað verður um tengsl hugsana við líðan og unnið eftir kenningum hugrænnar atferlismeðferðar. Unnið verður með slökun og streitustjórnun auk þess sem nemendur gera verkefni í anda jákvæðrar sálfræði, þjálfast í núvitundaræfingum og notkun tónlistar og slökunar til að hafa áhrif á líðan sína. Einnig verður unnið með samskiptahæfni, tilfinningar, sjálfsstyrkingu og nemendur skoða ýmsa þætti í sinni eigin hegðun og umhverfi sínu sem hafa áhrif á líðan þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig hugsanir hafa áhrif á líðan og hegðun
hvernig ýmsir þættir í eigin hegðun og umhverfi hafa áhrif á líðan
nokkrum aðferðum sálfræðinnar til að efla sjálfsmynd og bæta einbeitingu
mismunandi leiðum til samskipta s.s. til að leysa ágreining; gagnrýna á uppbyggilegan hátt og taka við gagnrýni
áhrifum tónlistar á líðan
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina mismunandi hugsanir og tilfinningar
bera saman mismunandi leiðir til að hafa áhrif á eigin líðan svo sem slökunar- og núvitundaræfingum og þjálfast í notkun þeirra
meta áhrif samskipta á aðstæður og líðan
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hafa áhrif á eigin líðan með sálfræðilegum aðferðum
leggja einfalt mat á eigin líðan út frá sálfræðilegum leiðum
beita einföldum leiðum til að bæta eigin sjálfsmynd, einbeitingu og almenna líðan
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.