Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1421314679.59

  Nútímabókmenntir
  ÍSLE3NB05(SB)
  34
  íslenska
  nútímabókmenntir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  SB
  Í áfanganum kynnast nemendur íslenskum nútímabókmenntum í samhengi við strauma og stefnur í samtíma þeirra. Nemendur lesa fjölbreytta bókmenntatexta sér til gagns og ánægju og skoða víxlverkun þeirra og samfélags og einstaklings. Nemendur kynnast jafnframt hinum ýmsum birtingarmyndum nútímamenningar og fá tækifæri til virkrar þátttöku í menningarsamfélagi.
  A.m.k. 10 einingar í íslensku á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Hugtökum sem notuð eru við bókmenntagreiningu
  • Helstu einkennum íslenskrar bókmenntasögu og bókmenntastefna eftir 1900
  • Formlegum og hugmyndalegum einkennum valinna bókmenntaverka tímabilsins
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Beita hugtökum bókmenntafræðinnar til greiningar á nútímabókmenntum
  • Greina helstu bókmenntastrauma í nútímanum
  • Lesa og túlka bókmenntatexta og notkun bókmenntalegra hugtaka í því samhengi
  • Greina, túlka og njóta sviðslista
  • Beita myndrýni og myndrænni túlkun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Til að taka þátt í menningarsamfélagi
  • Útskýra og mynda sér skoðun á bókmenntaverkum í samhengi við samtíma sinn
  • Beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu bókmenntatexta
  Notast verður við fjölbreyttar námsmatsaðferðir. Í því felst m.a. verkefnavinna, bæði munnleg og skrifleg, fyrirlestrar og kynningar, kannanir, leiðsagnarmat og jafningjamat.