Það kom upp villa
senda inn
Áfangi
Áfangi Nánari upplýsingar
Málnotkun og lesskilningur
málnotkun og bókmenntir, ritun
Áfanginn byggir á grunnskólahæfni nemenda. Nemendur æfa jöfnum höndum hlustun, tal, lestur og ritun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- • danskri menningu
- • einkennum talmáls og ritaðs máls
- • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
- • skyldleika Norðurlandamálanna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- • lesa fjölbreyttan texta
- • skrifa samfelldan danskan texta um efni sem hann þekkir
- • tjá sig um efni sem hann hefur unnið með
- • beita kurteisisvenjum, málvenjum og hljómfalli við hæfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- • skilja einfalt, skýrt daglegt mál
- • tileinka sér efni ritaðs máls og geta lesið á milli línanna
- • nota nýjan orðaforða bæði munnlega og skriflega
- • tjá sig á einfaldri skiljanlegri dönsku, bæði munnlega og skriflega