Byggt er á hæfni nemenda sem hafa lokið tíu feiningum á öðru þrepi. Stefnt er að aukinni færni nemandans í tjáningu og rökfærslu, bæði í rituðu og töluðu máli. Áhersla er lögð á sérhæfðan akademískan- og formlegan orðaforða.
Enska B2 (10 feiningar á 2. þrepi)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• sögu, stjórnmálum og fjölmiðlum, og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í þeim löndum sem tungumálið er talað
• orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• skilja sérhæfða texta
• skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögn er ekki sett skipulega fram
• beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, bæði fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem við á
• lesa texta sem gerir miklar kröfur til lesandans
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður, um efni sem hann hefur þekkingu á
• nýta sér umfjöllun um flókin efni fræðilegs- eða tæknilegs eðlis
• nýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt
• beita rithefðum sem við eiga í textasmíð.
• skrifa gagnorðan og skilmerkilegan texta sem tekur mið af því hver lesandinn er