Áfanginn fjallar um náttúrufræði með sérstakri áherslu á jarðfræði Íslands, flóru og fánu.
Áfanginn byggir að miklu leyti á verklegum æfingum, vettvangsferðum og verkefnum sem nemendur vinna undir leiðsögn kennara.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
•einkennum, flokkun og lifnaðarháttum lífvera
• vistkerfum og samspili lífvera í náttúrunni
• uppruna alheims, sólkerfis og jarðar
• myndun og mótun jarðar með tilliti til innrænna og útrænna afla
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• bera saman gerð og lifnaðarhætti ólíkra lífvera
• lesa í umhverfi sitt með tilliti til líffræði og mótunar lands
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• tengja þekkingu sína í líffræði og jarðvísindum við umhverfi sitt og náttúru Íslands
• túlka niðurstöður verklegra æfinga í líffræði og jarðvísindum og setja fram á skýrsluformi
Skýrslur og skilaverkefni úr verklegum æfingum og vettvangsferðum. Hlutapróf sem nemendur leysa í kennslustund. Lokapróf.