Í áfanganum er farið í lyfjaskrár, ATC-flokkunarkerfi lyfja, geymslu og fyrningu lyfja, lyfjaform og ýmsar skilgreiningar sem tengjast lyfjum. Farið er í helstu lyf sem notuð eru við hjarta- og æðsjúkdómum, geðsjúkdómum, stoðkerfissjúkdómum, öndunarfærasjúkdómum, húðsjúkdómum og sykursýki. Auk þess er fjallað um sýklalyf, meltingarfæralyf og lyf við Alzheimer sjúkdómi. Fjallað er um lyf og lyfjaflokka, verkun lyfjanna, aukaverkanir, milliverkanir o.fl.
LÍOL2IL05 og SJÚK2GH05 æskilegir undanfarar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu sérlyfjaskrár
ATC-flokkunarkerfi lyfja
ýmsum algengum skilgreiningum sem tengjast lyfjum
hugtökum sem notuð eru varðandi frásog, dreifingu, umbrot og útskilnað lyfja
helstu lyfjaformum, kostum þeirra og göllum
áhrifum hjarta- og æðasjúkdómalyfja, geðlyfja, verkjalyfja, öndunarfæralyfja, húðlyfja og sykursýkislyfja
helstu flokkum og áhrifum sýklalyfja, meltingarfæralyfja og lyfja við Alzheimer sjúkdómi
helstu auka- og milliverkunum ofangreindra lyfja
blóðþéttnikúrfum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita að upplýsingum um lyf á netinu
flokka sérlyf eftir ATC-flokkunarkerfinu
reikna út helmingunartíma lyfja
aðstoða skjólstæðinga við notkun á ýmsum lyfjaformum, þar sem við á.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
miðla algengum upplýsingum um ofangreind lyf til skjólstæðinga þar sem við á
átta sig á tengslum aukaverkana lyfja við verkun þeirra
sýna skilning á verkun ofangreindra lyfja með tilliti til verkunarmáta þeirra.