Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1421747324.49

  Menningarlæsi
  ÍSLE2MÆ05(SB)
  25
  íslenska
  Menningarlæsi
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  SB
  Áfanginn byggist á að skoða það samhengi sem er á milli bókmennta og kvikmynda. Ákveðið tímabil verður haft til grundvallar við gerð áfangans. Mikil áhersla verður lögð á að vekja áhuga nemenda á tungumálinu með lestri bóka, ljóða og dægurlagatexta sem tengjast sama tímabili. Íslenska kvikmyndavorið verður kynnt fyrir nemendum.
  ÍSLE2LR05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Helstu straumum og stefnum valinna íslenskra bókmennta og kvikmynda
  • Bókmenntahugtökum sagnahefðarinnar
  • Myndmáli og stílbrögðum ljóða og texta
  • Íslenska kvikmyndavorinu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Lesa bókmenntatexta og mynda sér skoðun á þeim
  • Gera grein fyrir inntaki bókmenntaverka
  • Sjálfstæðum og skipulegum vinnubrögðum við ritsmíðar
  • Rýna í menningu og mynda sér skoðun út frá kvikmyndum og bókmenntum
  • Beita hugtökunum myndlæsi og menningarrýni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Beita bókmenntahugtökum við greiningu á bókmenntum og kvikmyndasögu
  • Taka þátt í málefnalegum umræðum
  • Fjalla um menningu í miðli, t.d. kvikmyndum
  • Geta lesið í menningu þjóða út frá bókmenntum og kvikmyndum
  Notast verður við fjölbreyttar námsmatsaðferðir en í því felst m.a. að nemendur athugi ýmsa þætti efnisins, haldi fyrirlestra og taki þátt í umræðum í sambandi við þá, taki ýmis smápróf og leysi ýmiskonar verkefni. Gera má viðveru og virka þátttöku að skilyrði til að standast áfangann.