Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1421754246.06

    Lestur og ritun
    ÍSLE2MR05
    24
    íslenska
    bókmenntir, málnotkun og ritun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur ýmsum lengri og styttri bókmenntatextum og þjálfast í ritun og verkefnavinnu þeim tengdum. Nemendur þjálfast í lestri fjölbreyttra bókmennta og að skrifa um þær, að setja upp texta í ritvinnsluforriti og ganga frá honum á skipulegan hátt. Í áfanganum eru rifjuð upp ýmis bókmenntahugtök í tengslum við textagreiningu og textasmíði.
    5 f-einingar á 1. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • fjölbreyttum íslenskum bókmenntatextum
    • • helstu bókmenntahugtökum
    • • uppsetningu og frágangi texta í ritvinnsluforriti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • lesa ýmsa bókmenntatexta sér til skilnings
    • • skrifa af þekkingu um lesna bókmenntatexta
    • • setja upp ritgerðir og verkefni
    • • vinna með heimilda
    • • greina texta og nota til þess helstu bókmenntahugtök
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • skrifa texta á íslensku án algengra málvillna
    • • leita heimilda eftir því sem við á og nýta sér þær í verkefnavinnu
    • • lesa skáldverk, fjalla um það og rökstyðja eigin skoðanir á verkinu
    Skriflegt lokapróf og verkefni