Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1421839993.49

    Sálfræði daglegs lífs
    SÁLF1SD05
    5
    sálfræði
    sálfræði daglegs lífs
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Fjallað er um hvernig líðan og hegðun tengist hugsunum. Í því sambandi er fjallað um hvernig hafa má áhrif á hugsanir sínar og þá um leið líðan sína, með því að endurmeta hugsunarstíl sinn. Nemendum eru kenndar leiðir til að hlúa að líkamanum og minnka líkur á ofstreitu og kvíða. Auk þess er nemendum kenndar uppbyggilegar samskiptaaðferðir og leiðir til að byggja upp sjálfstraust og þá einkum í tengslum við samskipti
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • hvernig hugsanir hafa áhrif á líðan og hegðun og hvernig hugræn atferlismeðferð virkar í því sambandi
    • • hugtökunum hugsanaskekkju, frestunaráráttu og seiglu
    • • streituviðbragðinu og helstu orsökum ofstreitu í nútímasamfélagi
    • • aðferðum sem draga úr eða koma í veg fyrir ofstreitu t.d. núvitundaræfingum, sálfræðilegum aðferðum og heilbrigðum lífsstíl
    • • samskiptaaðferðum sem bæta samskipti og auka sjálfstraust
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • meta eigið streituástand og sjálfstraust
    • • finna út hvort hann þarf að breyta einhverju í sínum lífsstíl til að líða betur
    • • endurmeta hugsanir sem hafa neikvæð áhrif á tilfinningar og hegðun
    • • iðka hugrækt eins og slökun og núvitund
    • • meta hvaða samskiptaleiðir henta í mismunandi aðstæðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • takast á við streitu og neikvæðar tilfinningar sem geta komið í upp í daglegu lífi
    • • leiðbeina öðrum varðandi leiðir til að draga úr ofstreitu, kvíða og öðrum tengdum vandamálum
    • • vera í jákvæðum samskiptum, bæði í einkalífi og starfi
    Skrifleg próf, verkefnamappa, sjálfspróf og mæting