Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1421842072.43

    Lífsleikni - borgaravitund
    LÍFS1BS02
    31
    lífsleikni
    borgaravitund, samfélag, samskipti, umhverfismál, vinnumarkaður
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Áfanginn á að veita nemandanum skilning á réttindum sínum og skyldum og efla víðsýni hans og færni í lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • atvinnumöguleikum og réttindum og skyldum á vinnumarkaði
    • • fjármálahugtökum og eðli neyslusamfélagsins
    • • hugtökunum borgaravitund, lýðræði, jafnrétti, staðalmyndum og fordómum
    • • samræðusiðferði, m.a. í samfélagsmiðlum
    • • umhverfisvernd og sjálfbærni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • skipuleggja og setja fram ferilskrá
    • • tjá sig í atvinnuviðtölum
    • • gera kostnaðaráætlun fyrir heimilisrekstur
    • • tjá skoðanir sínar, bæði formlega og óformlega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • undirbúa og fylgja eftir atvinnuumsókn
    • • leggja sitt af mörkum til umhverfisverndar
    • • vera fjárhagslega ábyrgur
    • • vera gagnrýninn og virkur í lýðræðissamfélagi
    Verkefnamappa, tímaverkefni, þátttaka og mæting