Áfram er unnið með lesskilning, tal, hlustun og ritun, sem og ýmis þemu tengd spænskumælandi löndum. Nemendur auka enn við orðaforða sinn og læra að tjá sig í þátíð og framtíð.
SPÆN1BB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem tengist efni áfangans
góðum framburði, áherslum og hljómfalli tungumálsins
menningu spænskumælandi landa
notkun þátiðar og framtíðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál, t.d. um almenn efni sem hann kannast við, sem og fyrirmæli kennara í kennslustofu
taka þátt í samræðum og tjá skoðun sína um hversdagsleg málefni og bjarga sér í ýmsum aðstæðum daglegs lífs, geta spurt og svarað spurningum
skilja lykilatriði í textum, smásögum og blaðagreinum með meiri orðaforða en áður
skrifa stuttan texta, eins og t.d. útdrátt úr bók, stutta umsögn um kvikmynd eða texta um myndir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina í auknum mæli upplýsingar úr textum eða því sem hann heyrir
tjá sig um flóknari hluti en áður, til dæmis um það sem gerðist í þátíð eða mun gerast í framtíðinni
lesa í aðstæður og haga orðum sínum eftir því sem við á
koma frá sér flóknari textum en áður og um fjölbreyttari málefni
Í áfanganum er fjölbreytt mat: skrifleg og munnleg próf, munnleg verkefni, hlustunarverkefni, ritunarverkefni og málfræði- og orðaforðatengd verkefni.