Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1422267511.13

  Markaðs- og fjölmiðlafræði
  FJÖL2MF05
  2
  fjölmiðlafræði
  Markaðsfræði, fjölmiðlafræði, samskipamiðlar
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Áfanginn er grunnáfangi í fjölmiðla- og markaðsfræði. Nemendur kynnast fjölmiðlafræði með áherslu á störf fjölmiðla, ólíkar kenningar um áhrif þeirra á viðhorf og hegðun einstaklinga og aðgengi ólíkra hópa að fjölmiðlum. Val fjölmiðla á efni til birtingar verður skoðað sérstaklega sem og tengsl þeirra við atvinnulífið og ólíka hagsmunahópa. Þá verður farið yfir tilgang og hugmyndafræði markaðsfræðinnar (ss. vara, verð, kynning og dreifing), farið yfir siðfræðileg álitamál er varða markaðssetningu og hugsanlegar afleiðingar hennar fyrir einstaklinga og samfélag könnuð. Að lokum verður aukið hlutverk samfélagsmiðla í fjölmiðlun rætt, sbr. facebook, twitter og youtube. Kennslan er með fjölbreyttu sniði, fyrirlestrar kennara og nemenda, umræður, heimsóknir til ólíkra fjölmiðla og skapandi verkefni unnin þar sem nemendur m.a. vinna eigið fjölmiðlaefni og meta. Áhersla verður lögð á að nemendur þekki samfélagsleg áhrif fjölmiðla og markaðssfræðinnar og geti á gagnrýnan máta gert grein fyrir þeim.
  Grunnur í félagsfræði.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • þróun fjölmiðlafræðinnar, störfum fjölmiðla og þeim öflum sem þá móta
  • • lögum og reglum sem gilda um starfsemi fjölmiðla, ss. siðareglur og almenn hegningarlög
  • • samfélagslegum áhrifum og ábyrgð fjölmiðla
  • • helstu hugtökum markaðsfræðinnar
  • • siðferðislegum álitamálum tengdum fjölmiðlum og markaðssetningu
  • • helstu mótunaröflum einstaklinga og hópa
  • • vinnubrögðum greinanna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • greina milli hlutlægs og hlutdrægs fréttaflutnings
  • • skoða efni fjölmiðla á gagnýninn hátt
  • • setja fram efni með tilliti til ólíkra fjölmiðla og markhópa
  • • greina áhrif fjölmiðla og markaðsafla í samfélaginu
  • • bera kennsl á siðferðisleg álitamál í fjölmiðlum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • leggja gagnrýnið mat á efni sem birtist í fjölmiðlum
  • • leggja gagnrýnið mat á efni tengt markaðssetningu
  • • greina siðferðisleg álitamál tengd fjölmiðlum og markaðssetningu ss. lögum og reglum um fjölmiðla og neytendur
  • • tjá sig á skipulagðan og gagnrýninn máta um efni fjölmiðla
  • • afla sér heimilda eftir fjölbreyttum leiðum og meta á gagnrýninn hátt
  Námsmat er tvíþætt, gefin er vinnueinkunn sem gildir til helminga á móti lokaprófseinkunn.