Kennslan er byggð á fyrirlestrum, umræðum og dæmatímum. Lögð er áhersla á útreikning dæma og túlkun niðurstöðu þeirra, gerð grafa og greiningu þeirra. Einnig að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og færni til að setja fram eigin niðurstöður á læsilegan hátt. Lögð er áhersla á að nemendur fylgist með eigin námsframvindu og beri ábyrgð á henni. Í áfanganum er farið í grunnatriði rekstrarhagfræðinnar og nemendur læra um hugtök eins og teygni, birgðastýringu, framleiðslu, kostnað, mismunandi markaðsform, verðaðgreiningu o.s.frv. Lögð er áhersla á að nemendur læri um mikilvægi skilvirkni í framleiðslu og rekstri fyrirtækja ásamt því að setja niðurstöður sínar skýrt fram.
REKH1GR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• hlutverki líkanasmíði í hagfræði
• teygnihugtakinu almennt og helstu tegundum teygni
• framleiðslu og afkastalögmálinu
• kostnaðargreiningu og mismunandi kostnaðarhugtökum
• mismunandi markaðsformum: einokun, fákeppni, einkasölusamkeppni, verðleiðsögn, fullkomin samkeppni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• fást við teygniútreikninga og túlkun þeirra
• reikna dæmi tengd framleiðsluútreikningum og birgðahaldi
• reikna 0-punkta, lágmarksverð til skamms- og langs tíma fyrir stöðvun/lokun fyritækis
• reikna hagkvæmasta verð og magn miðað við mismunandi markaðsform, markaðsaðstæður og kostnaðarskipan
• reikna og sýna fram á hvernig auka má hagnað fyrirtækis með verðaðgreiningu
• nota diffrun, þegar við á, við lausn hámörkunar- og lágmörkunarvandamála
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• greina á hvaða markaði tiltekið fyrirtæki starfar og geti metið þau markaðsöfl, leikreglur og samkeppni sem skýra verðstefnu og hegðun þess á markaði
• túlka og greina, á gagnrýninn hátt, niðurstöður rekstrarhagfræðilegra útreikninga
• meta hvenær fyrirtæki á að beita verðaðgreiningu og hvað býr að baki verðstefnunni
• nota stærðfræði og upplýsingatækni við lausn hagfræðilegra viðfangsefna
• taka þátt í hópavinnu við úrlausn rekstrarhagfræðilegra vandamála á gagnrýninn og jákvæðan hátt
Í lok áfangans er skriflegt lokapróf sem gildir á móti ýmis konar vinnu, verkefnum og ástundun nemandans á önninni.