Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422287109.61

    Fagorðaforði í ensku
    ENSK3FA05
    75
    enska
    fagorðaforði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi B2-C1 í Evrópska tungumálarammanum. Meginmarkmið er að byggja upp fræðilegan orðaforða og vinna með fræðilegar heimildir auk bókmenntalesturs.
    ENSK3OB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lestri fræðilegra texta m.t.t. orðaforða
    • uppbyggingu ritgerða og fræðigreina
    • aðferðum við að skipuleggja ritun fræðilegra ritgerða á ensku og heimildavinnu þeim tengdum
    • túlkun bókmenntatexta með tilliti til þjóðfélagsgagnrýni og dýpri greiningar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tileinka sér orðaforða tengdan tilteknu fræðisviði
    • afla og vinna úr heimildum og geta kynnt verkefni sín á ensku fyrir áheyrendur
    • beita viðurkenndum aðferðum við að greina bókmenntatexta og afla sér heimilda þar að lútandi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa fræðilegar ritgerðir með því að beita viðurkenndum aðferðum
    • fjalla um ritverk á gagnrýninn hátt
    • nýta sér nýjan orðaforða tengdan námsefninu og geta gert grein fyrir efni rannsóknarritgerðar fyrir hlustendum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá