Áfanginn er grunnáfangi og á að gefa undirstöðuþekkingu í erfðafræði. Farið er í eiginleika erfðaefnisins og grundvallar lögmál og ferla erfða. Litningar, gen, frumuskiptingar. DNA, RNA, prótín. Erfðatáknmálið / lykill erfðanna, afritun, umritun, þýðing. Erfðir ótengdra og tengdra eiginleika, litningavíxl. Erfðir manna. Litningabreytingar, genastökkbreytingar. Erfðamynstur, ættartöflur. Grunnatriði erfðatækni.
LÍFF2AA05 eða LÍFF2AH05
LÍFF2BB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Skiptingu frumna sem felur í sér mítósu eða meiósu.
Byggingu og hlutverki prótína , DNA og RNA .
Upplýsinga flæði : DNA - RNA - prótín - einkenni.
Myndun DNA við afritun (eftirmyndun )
Myndun RNA við umritun .
Myndun prótína við þýðingu.
Hvernig upplýsingar um arfgenga eiginleika eru skráðar í DNA (erfðatáknmálið) og hvernig þær geta breyst við stökkbreytingar og hvaða áhrif það getur haft á prótín og eiginleika.
Flutningi erfðaupplýsinga frá frumu til frumu, frá einstaklingi til einstaklings (erfðir)
Ríkjandi og víkjandi erfðamynstrum.
Litningabreytingum og áhrifum þeirra.
Hvað erfðatæki felur í sér.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa erfðafræðilegar upplýsingar.
Tengja basaraðir í DNA við amínósýrusamsetningu prótína þ.e. lesa erfðatáknmálið.
Rekja einfaldar erfðir og segja til um líkur á erfðum ótengdra og tengdra gena og eiginleika.
Lesa erfðamynstur út úr ættartöflum .
Greina á milli genagalla og litningagalla.
Afla sér upplýsinga um erfðafræði á sjálfstæðan hátt.
Nota erfðafræðileg hugtök til að tala og skrifa um erfðafræðileg viðfangsefni.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Auka skilning á erfðafræðilegum viðfangsefnum.
Afla sér meiri þekkingar og takast á við frekara nám í erfðafræði.
Meta á gagnrýninn hátt umfjöllun um erfðafræðileg fyrirbæri og taka rökstudda afstöðu.
Tengja erfðafræði við daglegt líf og átta sig á notagildi erfðafræðilegrar þekkingar í samfélaginu.
Áfanganum lýkur með prófi í lok annar. Einnig er vinna á önn metin: Verkefni , fyrirlestur ,ástundun.