Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422377760.2

    Leikhús og leikbókmenntir
    ÍSLE3CL05
    80
    íslenska
    Leikhús og leikbókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Viðfangsefni áfangans er leikhús og leikbókmenntir. Markmiðið er að fylgjast með leikhúslífinu í borginni til þess að auka skilning á leikbókmenntum og leiklist. Farið verður á ólíkar leiksýningar í sem flestum leikhúsum. Einnig verður fylgst með æfingum á leikriti/leikritum á mismunandi stigum og síðan leiksýningunni fullbúinni. Gert er ráð fyrir umræðum eftir leiksýningar með leikhúsfólkinu og heimsóknum í tíma frá leikhúsfólki. Einnig er önnur starfsemi leikhúsa könnuð, til dæmis búningadeild, tæknideild og svo framvegis.
    Nemandi skal hafa lokið Íslensku 2 (ÍSLE2BB05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Nemandi skal þekkja helstu hugtök sem nýtast við umfjöllun og greiningu leikrita.
    • Nemandi skal kynnast fjölbreyttri flóru leikhúsa, leikrita, leikskálda, leikstjóra og annarra starfsstétta sem tengjast leikhúsi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nemandi þarf að geta rætt um allt sem viðkemur leikhúsi á gagnrýninn og sjálfstæðan hátt, hvort sem það tengist leikritinu, uppsetningu, sviðsmynd, búningum, tónlist, lýsingu o.fl.
    • Nemandi þarf að geta komið þekkingu sinni á framfæri í ræðu og riti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Nemandi þarf að geta greint leikverk, hvort heldur sem hann les þau eða sér á sviði.
    • Nemandi þarf að geta skilgreint og áttað sig á hvað felst í því að setja skáldsögu á svið.
    • Nemandi þarf að geta greint erindi leikverksins við okkar samtíma.
    Fjölbreytt verkefni eru unnin í áfanganum, skrifleg og munnleg og byggir námsmat á þeim.