Viðfangsefni áfangans er leikhús og leikbókmenntir. Markmiðið er að fylgjast með leikhúslífinu í borginni til þess að auka skilning á leikbókmenntum og leiklist. Farið verður á ólíkar leiksýningar í sem flestum leikhúsum. Einnig verður fylgst með æfingum á leikriti/leikritum á mismunandi stigum og síðan leiksýningunni fullbúinni. Gert er ráð fyrir umræðum eftir leiksýningar með leikhúsfólkinu og heimsóknum í tíma frá leikhúsfólki. Einnig er önnur starfsemi leikhúsa könnuð, til dæmis búningadeild, tæknideild og svo framvegis.
Nemandi skal hafa lokið Íslensku 2 (ÍSLE2BB05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nemandi skal þekkja helstu hugtök sem nýtast við umfjöllun og greiningu leikrita.
Nemandi skal kynnast fjölbreyttri flóru leikhúsa, leikrita, leikskálda, leikstjóra og annarra starfsstétta sem tengjast leikhúsi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nemandi þarf að geta rætt um allt sem viðkemur leikhúsi á gagnrýninn og sjálfstæðan hátt, hvort sem það tengist leikritinu, uppsetningu, sviðsmynd, búningum, tónlist, lýsingu o.fl.
Nemandi þarf að geta komið þekkingu sinni á framfæri í ræðu og riti.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nemandi þarf að geta greint leikverk, hvort heldur sem hann les þau eða sér á sviði.
Nemandi þarf að geta skilgreint og áttað sig á hvað felst í því að setja skáldsögu á svið.
Nemandi þarf að geta greint erindi leikverksins við okkar samtíma.
Fjölbreytt verkefni eru unnin í áfanganum, skrifleg og munnleg og byggir námsmat á þeim.