Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1422455164.69

  Bókmenntir, heimildaritgerð, málsaga
  ÍSLE2HB05
  59
  íslenska
  Bókmenntir, heimildaritgerð, málsaga
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er fjallað um norræna goðafræði, farið nákvæmlega í efni Gylfaginningar og nokkurra frásagnarkafla Skáldskaparmála og efnið sett í samhengi við aðrar miðaldabókmenntir og nútímann. Fjallað er um sérkenni íslensku og helstu þætti í sögu málsins og skyldleika við önnur mál. Nemendur velja sér nútímaskáldsögu og gera grein fyrir henni. Nemendur vinna heimildaritgerð þar sem áhersla er lögð á vandvirkni við heimildaöflun og meðferð heimilda. Lesin ein valbók eftir innlendan eða erlendan höfund
  ÍSLE2RL05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • norrænni goðafræði og hugmyndaheimi norrænna manna á víkingaöld
  • helstu þáttum í þróun íslensks máls, hljóðfræði íslensku og helstu mállýskum
  • öflun heimilda og meðferð þeirra
  • mismunandi tegundum bókmennta og bókmenntahugtaka
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa bókmenntaverk frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra
  • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna tilbrigði í málnotkun
  • vísa í heimildir og skrá heimildir samkvæmt viðurkenndum reglum
  • greina mismunandi málhljóð íslensks máls og lýsa þeim
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa sér til gagns bókmenntaverk frá ýmsum tímum, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
  • gera grein fyrir eigin efni og annarra í ræðu og riti á blæbrigðaríku máli
  • gera greinarmun á eigin efni og annarra við úrvinnslu efnis
  • lýsa sérstöðu íslensks máls og skyldleika við önnur mál
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá