Í áfanganum er fjallað um norræna goðafræði, farið nákvæmlega í efni Gylfaginningar og nokkurra frásagnarkafla Skáldskaparmála og efnið sett í samhengi við aðrar miðaldabókmenntir og nútímann. Fjallað er um sérkenni íslensku og helstu þætti í sögu málsins og skyldleika við önnur mál. Nemendur velja sér nútímaskáldsögu og gera grein fyrir henni. Nemendur vinna heimildaritgerð þar sem áhersla er lögð á vandvirkni við heimildaöflun og meðferð heimilda. Lesin ein valbók eftir innlendan eða erlendan höfund
ÍSLE2RL05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
norrænni goðafræði og hugmyndaheimi norrænna manna á víkingaöld
helstu þáttum í þróun íslensks máls, hljóðfræði íslensku og helstu mállýskum
öflun heimilda og meðferð þeirra
mismunandi tegundum bókmennta og bókmenntahugtaka
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa bókmenntaverk frá ýmsum tímum og fjalla um inntak þeirra
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna tilbrigði í málnotkun
vísa í heimildir og skrá heimildir samkvæmt viðurkenndum reglum
greina mismunandi málhljóð íslensks máls og lýsa þeim
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa sér til gagns bókmenntaverk frá ýmsum tímum, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu
gera grein fyrir eigin efni og annarra í ræðu og riti á blæbrigðaríku máli
gera greinarmun á eigin efni og annarra við úrvinnslu efnis
lýsa sérstöðu íslensks máls og skyldleika við önnur mál
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá