Í áfanganum skal stefnt að því að fræða nemendur um gildi þess að iðka íþróttir að og temja sér heilbrigðan lífsstíl í hvívetna. Reynt er að hafa kennsluna einstaklingsbundna og tengja hana bæði áhugasviði nemenda og getu þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• gildi hreyfingar fyrir líffærakerfi líkamans
• mikilvægi hreyfingar með tilliti til heilsueflingar og vellíðunar
• gildi þess að huga að fæðuvali
• mismunandi íþróttagreinum ekki síst eftir áhugasviði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• setja sér raunhæf markmið varðandi hreyfingu
• framkvæma þol- og styrktaræfingar á markvissan og fjölbreyttan hátt
• hlusta á líkama sinn og gæta þess að hlífa sér þegar það á við
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• stunda líkamsrækt við hæfi eftir að námi í áfanga lýkur
• forðast lífsstíl sem leitt getur til áunninna lífsstílssjúkdóma
• finna leiðir til að gera líkamsrækt að sjálfsögðum hlut í daglegu lífi
Námsmat getur falist í skyndiprófum og verkefnum ásamt mati á ástundun, virkni og framförum þar sem það á við.