Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422531262.2

    Vistfræði
    LÍFF2VF05
    32
    líffræði
    vistfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um grunnhugtök vistfræðinnar og helstu viðfangsefni. Rannsóknaraðferðir í vistfræði eru kynntar. Fjallað er um uppbyggingu vistkerfa og mótun þeirra, tengsl lífvera við aðrar lífverur sem og lífvana umhverfi, orkuflæði vistkerfa og efnahringrásir. Litið er til sjálfbærrar nýtingar stofna og lífrænna auðlinda ásamt því að skoða helstu rök fyrir náttúruvernd. Rætt er um áhrif vistfræðilegra þátta á aðlögun, þróun og hæfni lífvera. Fjallað er um líffræðilegan fjölbreytileika og breytingar á tegundasamsetningu líffélaga, bæði af náttúrulegum orsökum og af völdum manna.
    NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu vistfræðinnar og tengslum við aðrar greinar
    • helstu hugtökum vistfræðinnar
    • aðferðafræði vistfræðirannsókna
    • uppbyggingu og mótun vistkerfa
    • sérstöðu Íslands
    • orkuflæði og efnahringrásum
    • helstu hugtökum stofnvistfræði
    • sjálfbærri nýtingu lífrænna auðlinda
    • líffræðilegum fjölbreytileika
    • helstu rökum fyrir náttúruvernd
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa vistfræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
    • beita hugtökum vistfræðinnar í rökrænu samhengi
    • fjalla um álitamál sem varða íslenska náttúru í víðum skilningi
    • beita einföldum vistfræðilegum aðferðum í verklegum æfingum og vinna skýrslur úr þeim
    • þekkja einkenni og áhrifaþætti ólíkra vistkerfa
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tekið ábyrga og rökstudda afstöðu til vistfræðilegra dægurmála
    • tengja undirstöðuþekkingu í vistfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
    • fjalla um vistfræði á gagnrýninn hátt og velta fyrir sér ólíkum sjónarmiðum og lausnum
    • afla sér frekari upplýsinga og þekkingar á vistfræðilegum viðfangsefnum
    • taka ábyrgð á áhrifum eigin lífs á umhverfið m.t.t. vistfræði og sjálfbærrar nýtingar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.