Heimsóttar eru 1-2 borgir í héraðinu Andalúsíu á Spáni. Nemendur læra allt um sögu og menningu héraðsins í hinum víðasta skilningi, auk þess sem þeir læra að þekkja helstu staði og kennileiti, mállýsku og einkenni íbúanna.
SPÆN1DD05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
menningu Suður-Spánar í hinum víðasta skilningi
landafræði, staðháttum, hvar helstu kennileiti og áhugaverða staði er að finna í héraðinu
því sem efst er á baugi á svæðinu varðandi samfélag og dægurmál
mismunandi málnotknun íbúa svæðisins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja texta sem fjalla um sögu Suður-Spánar
skilja talað mál þar sem fjallað er um Andalúsíu
segja frá/halda kynningu um menningartengt efni Andalúsíu
beita góðri málnotkun í hinum ýmsu verkefnum
skrifa texta um tiltekin málefni sem tengjast Andalúsíu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
rata um áfangastaðina og þekkja helstu staði, kennileiti og byggingar
tjá sig á hótelum, söfnum og á veitingastöðum
hafa samskipti við heimafólk, til dæmis taka viðtöl, og bregðast við óvæntum uppákomum
vinna verkefni á Spáni, þar sem reynir á tal, hlustun, samstarf, sjálfstæð vinnubrögð og ritun
Áfanginn er próflaus, en verkefni eru unnin jafnt og þétt yfir önnina. Þau er bæði munnleg og skrifleg, einstaklingsverkefni og hópvinna.