Áfanginn skal veita grunnþekkingu á verkfærum leikarans til greiningar á leikritum, senum og persónusköpun. Nemendur þjálfast í verklagi leikhússins, í sjálfsaga og í að beita sköpunargleðinni við uppbyggingu sena og persóna. Áfanginn á einnig að veita innsýn í kvikmyndaleik með æfingum og skoðun á mismunandi tegundum leikstíls í kvikmyndum.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þess að nýta sér jákvæðni í samvinnu við aðra
verkfærum leikarans (rödd, líkama, tilfinningum og ímyndunarafli)
spuna annars vegar og forskrifaðri vinnu hins vegar
uppbyggingu sena, leikrita og persóna
mismunandi tegundum leikstíls í kvikmyndum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta verkfæri leikarans; rödd, líkama og tilfinningar til að túlka persónur af breiðum meiði
vinna uppbyggilega með öðrum
beita virkri hlustun á sviði og utan þess
einbeita sér í hugmyndavinnu og allri vinnu sem fer fram á leiksviði
nýta rýmið á mismunandi hátt í leiksenum, aðstæðum og kringumstæðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina leikverk, handrit, spunasenur, forskrifaðar senur og persónur
rökræða leikverk, senur og persónur í leikverkum
setja sig í spor persóna og nýta verkfæri leikarans (rödd, líkama, tilfinningar og ímyndunarafl)
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.