Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422841429.44

    Atóm- og kjarneðlisfræði
    EÐLI3CG05
    33
    eðlisfræði
    Atóm og kjarneðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er farið yfir þróun kenninga í atóm- og kjarneðlisfræði. Í fyrri hluta námskeiðsins er fjallað um uppgötvun rafeindar og atómkjarna, Bohr-líkan, skömmtun orkunnar, ljósröfun og upphaf skammtafræðinnar ásamt óvissulögmáli Heisenbergs. Í seinni hlutanum er viðfangsefnið kjarnar atóma og geislavirkni. Fjallað er um mismunandi tegundir geislunar, náttúrulega geislavirkni, kjarnasamruna, kjarnaklofnun og önnur kjarnahvörf. Einnig er fjallað um síðari tíma hugmyndir um smæstu agnir efnisins samkvæmt staðallíkaninu.
    Nemandi þaðrf að hafa lokið EÐLI2BB
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Þróun kenninga um innri gerð atómsins.
    • Skömmtun orkunnar og ljósröfun.
    • Líkani Bohrs.
    • Efnisbylgjum og upphafi skammtafræði.
    • helstu tegundum víxlverkana ljóseinda við efni.
    • náttúrulegri geislavirkni.
    • kjarnasamruna og kjarnaklofnun.
    • staðallíkaninu.
    • mismunandi tegundum geislavirkni og áhrifum geislunar á lífverur.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa verkefni þar sem að nota þarf þekkingu úr fyrri áföngum er tengjast orku, skriðþunga, Coulomb-krafti og hringhreyfingu
    • leysa dæmi þar sem nota þarf þekkingu á nýjum hugtökum sem kennd eru í áfanganum.
    • framkvæma tilraunir, vinna úr tilraunaniðurstöðum og gera grein fyrir niðurstöðum sínum á skýrsluformi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leysa dæmi sem byggja að hluta á vitneskju úr fyrri áföngum.
    • skilja betur vísindalega og almenna umræðu um efni tengt eðlisfræði atóma og atómkjarna.
    • afla sér frekari upplýsinga um efni áfangans.
    • túlka lögmál eðlisfræðinnar með eigin orðum.
    • yfirfær þekkingu sýna úr öðrum greinum t.d. stærðfræði og efnafræði, yfir í eðlisfræði.
    • tengja þekkingu í eðlisfræði við daglegt líf og umhverfi.
    Námsmat byggir á áfangaprófum, heimaverkefnum, tímaverkefnum og verklegum æfingum.