Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422873859.73

    Danskt mál og samfélag
    DANS2BF05
    36
    danska
    evrópski tungumálaramminn, framhald, stig b1
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að skilja venjulegt talað og ritað mál um efni sem þeir þekkja sem og efni almenns eðlis. Áhersla er lögð á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn m.a. með lestri sérhæfðra texta auk bókmenntatexta og texta sem þeir velja sjálfir og falla að þeirra áhugasviði. Nemendur fái þjálfun í að tjá sig munnlega, færa rök fyrir máli sínu og skiptast á skoðunum. Farið verður í undirstöðuatriði danskrar málfræði og nemendur þjálfaðir í að beita helstu rithefðum og reglum um málbeitingu. Dönsk menning kynnt og þau gildi og viðhorf sem hana móta sem og á hvern hátt danskan nýtist á hinu norræna menningarsvæði. Rík áhersla er lögð á að vekja nemendur til meðvitundar um eigin ábyrgð á eigin námsframvindu, sjálfstæð vinnubrögð og auka skilning þeirra á ýmsum aðferðum til að tileinka sér tungumál.
    Grunnskólapróf.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • dönsku samfélagi, viðhorfum og gildum sem móta danska menningu
    • hvernig kunnátta í dönsku getur nýst á norræna menningarsvæðinu
    • nauðsynlegum orðaforða og orðasamböndum til að skilja inntak rit- og talmálstexta sem fjalla um sérhæft efni sem nemandi þekkir til
    • geta orðað hugsanir sínar skýrt bæði í ræðu og riti
    • helstu málnotkunarreglum og hefðum um uppsetningu og skipulagi ritaðs máls
    • notkun margmiðlunartækni í tungumálanámi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja eðlilegt talað mál við mismunandi aðstæður sem og algeng orðasambönd sem einkenna það
    • lesa fjölbreytta gerðir texta og geta beitt til þess þeim lestraraðferðum sem við eiga í hvert sinn
    • tjá sig skýrt og án vandkvæða um málefni sem hann hefur kynnt sér og geta rökstutt stuttlega
    • rita margs konar texta þar sem helstu rithefðum og reglum um málbeitingu er fylgt og beita til þess helstu meginreglum danskrar mál- og setningarfræði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja aðalatriði venjulegs talmáls hvort sem hann þekkir umræðuefni eða ekki, s.s. samræður og fjölmiðlaefni
    • tileinka sér efni ritaðs texta og nýta á margvíslegan hátt
    • átta sig á dýpri merkingu texta
    • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu á viðeigandi hátt við mismunandi aðstæður
    • skrifa texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem t.d. eigin reynslu og hughrifum er lýst
    • skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við hverju sinni
    • auka eigin meðvitund um eigin færni og námsframvindu
    • sýna sjálfstæði i vinnubrögðum m.a. með því að nýta sér ýmis hjálpargögn, upplýsingaveitur á veraldarvefnum og námsforrit
    Óhefðbundið námsmat s.s. leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat. Fjölbreytt verkefni sem metin verða jafnt og þétt yfir önnina.