Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1422875525.2

  Íþróttir og lýðheilsa - Bóklegur áfangi
  ÍÞRÓ1LH01
  88
  íþróttir
  heilsa, lífsstíll
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Í áfanganum er farið yfir hvernig nemendur geta stundað heilbrigðan lífsstíl til framtíðar, mikilvægi hreyfingar og leiðir til að rækta líkama og sál. Farið yfir leiðir til líkamsræktar. Farið yfir mataræði og fæðubótaefni. Nemendur læra að gera áætlun til að fylgja eftir í hreyfingu, setja sér markmið og nota netsíður sér til gagns.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að setja upp áætlun um hreyfingu fyrir sjálfan sig
  • helstu þáttum í þjálffræði s.s. þolþjálfun og styrktarþjálfun
  • að hafa skilning á hvað er hollt mataræði
  • að hafa skilning á notkun fæðubótaefna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja upp áætlun byggða á ólíkum aðferðum til þjálfunar
  • geta fylgt eigin áætlun í æfingum
  • geta tileinkað sér hollt mataræði hafi hann áhuga á því
  • geta lesið utan á umbúðir matvæla og fæðubótaefna sér til skilnings
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stunda hreyfingu til líkamsræktar sem hann hefur sjálfur skipulagt
  • hugsa um eigið heilbrigði með hollum lífsháttum
  • meta og mæla eigið líkamsástand út frá tölulegum staðreyndum
  Frammistaða nemenda er metin jafnóðum, ástundun og verkefnaskil skipa stóran þátt í námsmati.