Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422897561.71

    Barnabókmenntir.
    ÍSLE3CU05
    79
    íslenska
    Barnabókmenntir.
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er þessi bókmenntagrein skoðuð frá ýmsum hliðum. Farið er yfir upphaf og sögu barna- og unglingabóka, allt frá þjóðsögum og ævintýrum til Harrys Potters og ævintýra hans í bland við pólitískar unglingasögur 8. og 9. áratugarins. Barna- og unglingabækur endurspegla á áhugaverðan hátt þjóðfélagið sem þær eru samdar í og er umfjöllunin skipulögð í samræmi við þróun bókmenntagreinarinnar. Lesnar eru valdar sögur ýmissa íslenskra og erlendra höfunda. Lögð er áhersla á virkni nemenda.
    Nemandi skal hafa lokið ÍSLE2BB05 – Íslensku 2
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu höfundum, verkum og stefnum í íslenskum barnabókmenntum frá upphafi barnabókmennta til okkar dags.
    • Nemandi skal geta nýtt sér hugtök bókmenntafræðinnar við greiningu og túlkun barnabókmennta.
    • Nemandi skal skilja bókmenntalegt, sögulegt, félagslegt, menningarlegt og pólitískt samhengi í textum sem fjallað er um í áfanganum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla á gagnrýninn og skapandi hátt, bæði skriflega og munnlega, hugmyndum sínum og annarra um barnabókmenntir.
    • Nemandi skal átta sig á ólíkum einkennum barnabókmennta frá ólíkum tímum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • túlka, greina og beita gagnrýninni hugsun við lestur ýmiss konar texta og myndefnis fyrir börn og unglinga.
    • Nemandi geti greint samfélagslegar skírskotanir, áróður og dulinn boðskap í textum og myndum og komið því á framfæri með fjölbreyttum hætti, til dæmis fyrirlestrum og ritgerðum.
    Áfanginn er próflaus en fjölbreytt verkefni verða unnin á önninni, bæði munnleg og skrifleg.