Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422899918.24

    Yndislestur I
    ÍSLE3CY03
    83
    íslenska
    Yndislestur I
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    Áfanginn er valáfangi sem einkum er ætlaður nemendum sem hafa áhuga á lestri íslenskra bókmennta. Megináhersla er lögð á upplifun og skilning, að nemendur lesi sér til ánægju. Hver nemandi velur sér sex verk af bókalista eða í samráði við kennara. Að loknum lestri hvers verks gerir nemandi kennara grein fyrir því sem hún/hann hefur lesið.
    Íslenska 2 - ÍSLE2BB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • á ólíkum tegundum skáldverka frá ólíkum tímum.
    • Nemandi þarf að þekkja helstu aðferðir höfunda við persónusköpun, byggingu og stíl skáldverka.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar í umræðu um einkenni og form bókmennta.
    • Nemandi skal hafa öðlast leikni í að segja frá lestrarupplifun sinni með skipulegum hætti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á mikilvægi bókmennta, bæði fyrir einstakling og samfélag.
    • Nemandi þarf að geta miðlað til annarra hugmyndum sínum um þýðingu og mikilvægi bókmenntanna.
    • Nemandi geti nýtt lestrarreynslu sína til að öðlast skilning á ólíkum menningarheimum og aðstæðum fólks í ólíkum samfélögum.
    Námsmat fer fram í einkaviðtölum milli kennara og nemanda um hvert bókmenntaverk sem lesið er.