hlustun og ritun. skipting og sameining þýskalands, lesskilningur, munnleg tjáning
Samþykkt af skóla
2
5
Áfanginn er framhaldsáfangi og flokkast undir A2 skv. evrópska tungumálarammanum. Lögð er áhersla á 4 færniþætti tungumálakennslu: hlustun, lestur, tal og ritun. Nemandi les og skilur lengri samhangandi texta og flóknari samtöl. Nemandi getur tekið þátt í almennum samræðum og skrifað lengri texta. Nemendur nota grunnbækur, lesbók og vinnubók. Einnig lesa þeir smásögur, syngja og leika. Unnið er með kvikmyndir og efni af netinu, þar sem nemendur fá kynningu á landi og þjóð. Verkefni eru ýmist einstaklings- eða hópverkefni. Lögð er áhersla á notkun upplýsingatækni.
ÞÝSK1ÞC05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
• öllum helstu grundvallarþáttum í uppbyggingu þýska málkerfisins
• ýmsum almennum aðstæðum í daglegu lífi, menningu og siðum í Þýskalandi og í öðrum þýskumælandi löndum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• skilja talað mál um kunnugleg efni og greina aðalatriði í fjöl- og myndmiðlum þegar fjallað er um afmörkuð málefni
• lesa margskonar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
• taka þátt í og tjá sig í samræðum um fyrirfram ákveðið efni sem hann hefur þekkingu og áhuga á
• skrifa styttri samfelldan texta um efni sem hann þekkir, draga ályktanir og tjá eigin skoðanir og nota viðeigandi málfar
• nota upplýsingatækni og hjálpargögn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• fjalla á nokkuð ítarlegan hátt, munnlega og skriflega um efni sem hann þekkir
• eiga frumkvæði í samræðum og geta tekið þátt í skoðanaskiptum í málefnum sem hann þekkir
• tileinka sér aðalatriðin í frásögnum í fjöl- og myndmiðlum og átta sig á dýpri merkingu texta
• fjalla um atburði, ímyndaða og raunverulega á fjölbreyttan hátt
• lesa sér til ánægju efni af hæfilegu þyngdarstigi
• geta metið eigið vinnuframlag og stöðu
Í lok áfangans er skriflegt próf sem gildir á móti vinnueinkunn. Í vinnueinkunn koma fyrir ýmis verkefni eins og skrifleg-, munnleg, video-- og hlustunarverkefni sem unnin hafa verið á önninni. Verkefnin eru ýmist unnin sem einstaklings- eða hópverkefni með hjálp upplýsingatækninnar.
Skriflega lokaprófið samanstendur af ritun, lesskilningi, málfræði- og orðaforðaæfingum.