Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1422969520.27

    Franska D, fjórði áfangi
    FRAN2FD05
    5
    franska
    hlustun og ritun. menning og þjóðfélagsmál, lesskilningur, tal
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Haldið er áfram að þjálfa nemendur jöfnum höndum í öllum færniþáttum tungumálsins, hlustun, lestri, tali og ritun í samræmi við evrópska tungumálarammann. Áhersla er lögð á tjáningu í töluðu og rituðu máli og að auka orðaforða og unnið með flóknari formgerð frönskunnar. Nemendur kynnast enn frekar menningu frönskumælandi landa. Áhersla er lögð á að nemendur geti notað kunnáttu sína við fjölbreyttar aðstæður daglegs lífs. Áfanginn er á stigi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
    FRAN1FC05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
    • • öllum helstu grundvallarþáttum í uppbyggingu málkerfisins
    • • ýmsum almennum aðstæðum í daglegu lífi, menningu og siðum í Frakklandi og í öðrum frönskumælandi löndum
    • • útbreiðslu frönskunnar, ásamt ólíkum venjum, siðum, staðháttum og menningu frönskumælandi landa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • skilja allvel talað mál um kunnugleg efni og greina aðalatriði í fjöl- og myndmiðlum þegar fjallað er um afmörkuð málefni
    • • lesa margskonar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
    • • taka þátt í og tjá sig í samræðum um fyrirfram ákveðið efni sem hann hefur þekkingu og áhuga á
    • • skrifa styttri samfellda texta um efni sem hann þekkir, draga ályktanir og tjá eigin skoðanir og nota viðeigandi málfar
    • • nota upplýsingatækni og önnur hjálpargögn
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • fjalla á nokkuð ítarlegan hátt, munnlega og skriflega um efni sem hann þekkir
    • • eiga frumkvæði í samræðum og geta tekið þátt í skoðanaskiptum í málefnum sem hann þekkir
    • • tileinka sér aðalatriðin í frásögnum í fjöl- og myndmiðlum og átta sig á dýpri merkingu texta
    • • fjalla um atburði, ímyndaða og raunverulega á fjölbreyttari hátt en áður bæði munnlega og skriflega
    • • lesa sér til upplýsingar og ánægju efni af hæfilegu þyngdarstigi
    • • meta eigið vinnuframlag og stöðu sem og samnemenda sinna
    • • finna og nýta sér upplýsingar af netinu á frönsku á málefnum sem hann þekkir til
    Beita skal fjölbreyttu námsmati sem endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópska tungumálarammann. Lokaeinkunn byggir á mati á virkni og verkefnaskilum nemenda og á lokaprófi þar sem færniþættirnir lestur, hlustun, tal og ritun eru metnir jöfnum höndum. Dýpri og stærri verkefni skulu liggja til grundvallar vinnueinkunn.