Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423062110.18

    Byrjunaráfangi í leiklist
    LEIK1AB05
    7
    leiklist
    Byrjunaráfangi í leiklist
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Upphafsáfangi í leiklist. Markmið er að virkja og þroska líkama og huga nemenda til að nýta við hugmyndavinnu sem miðar að leikrænni sköpun. Nemendur þjálfa einbeitingu, snerpu, ímyndunarafl, rýmisskyn og að sýna fyrir áhorfendur. Samvinna og hlustun er æfð og áhersla er á að setja sig í karakter. Nemendur gera fyrirlestur um efni úr leiklistarsögunni og flytja. Lokaverkefni er sýning þar sem goðsaga, þjóðsaga eða ævintýri er umskapað og fært um stað og tíma.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Mikilvægi hugmyndavinnu í leiklist.
    • Ferlinu frá hugmynd til sýningar.
    • Mikilvægi samvinnu og hlustunar í leiklistarvinnu
    • Mikilvægi líkamans í vinnu leikarans.
    • Mikilvægi þess að þjálfa einbeitingu, snerpu, ímyndunarafl og rýmisskyn í leiklist.
    • Hvað felst í því að setja sig í karakter.
    • Hvað felst í því að sýna leiklist fyrir áhorfendur.
    • Hvernig nýta má leiklist til framsetningar á skapandi hátt.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna með spuna.
    • Vinna með hugmyndir á skapandi og sjálfstæðan hátt.
    • Vinna með líkamann og beita röddinni.
    • Sýna einbeitingu og snerpu.
    • Nota ímyndunaraflið og skynja rými.
    • Taka við og veita uppbyggilega gagnrýni.
    • Að setja sig í hlutverk.
    • Beita samvinnu og hlustun.
    • Sýna fyrir áhorfendur.
    • Nýta sér leikræna framsetningu á skapandi hátt á öðrum vettvangi en leiksýningu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Setja sig í hlutverk og halda því í leikrænum aðstæðum.
    • Setja á svið stutta leikþætti samda út frá gefnum forsendum og sýna þá fyrir áhorfendur.
    • Þróa spunavinnu að fullunninni sýningu.
    • Vinna kynningu á efni sem tengist leiklistarsögunni.
    Símat er á vinnubrögðum nemenda í hverjum tíma. Sérstök verkefni eru metin til lokaeinkunnar ásamt mætingu og símati. Stöðug endurgjöf felst í uppbyggilegri gagnrýni á verk nemenda, bæði frá kennara og samnemendum.