Í áfanganum er fjallað um grunnhugtök þjóðhagfræðinnar, helstu kenningar hagfræðinnar, meginstofnanir þjóðfélagsins og hlutverk þeirra í hagkerfinu. Nemendur eru kynntir fyrir ólíkum viðhorfum og tilraunum í efnahagsmálum með dæmum úr íslensku og erlendu efnahagslífi.
Markmið áfangans er að kynna hagfræðina sem fræðigrein og auka skilning nemenda á þessum hluta samfélagsmála. Nemendur ættu að áfanganum loknum að eiga auðveldara með að fylgjast með umræðu og umfjöllun um efnahagsmál í þjóðfélaginu og geta gert sér betur grein fyrir áhrifum efnahagslegra ákvarðana þátttakenda á markaði.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtökum hagfræðinnar líkt og: framboð, eftirspurn, fórnarkostnaður, samkeppni, einokun, fákeppni, einkavæðing, peningamál, hagstjórn, landsframleiðsla, verðbólga, atvinnuleysi, greiðslujöfnuður og svo framvegis
muninum á ólíkum viðhorfum til efnahagsstefnu og peningamála
sögu hagfræðinnar sem fræðigreinar og kenninga helstu hagfræðinga
þekkja helstu stjórntæki hins opinbera í efnhagsmálum og áhrif þeirra á efnhagslífið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
útskýra framboð og eftirspurn á líkani sem og verðteygni framboðs og eftirspurnar
beita helstu hugtökum hagfræðinnar í ræðu og riti
lesa í hagtölur og myndræna framsetningu gagna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita gagnrýnni hugsun í umræðu um efnhagsmál
beita gagnrýnni hugsun í umræðu um efnhagsmál
að átta sig á ólíkum hagsmunum þeirra aðila sem taka þátt í umræðu um efnhagsmál
afla sér gagna og nýta upplýsingar um efnahagsmál af veraldarvefnum
sjá hvernig hagfræðin tengist öðrum fræðigreinum svo sem stjórnmálafræði og heimspeki. Skilja tengsl efnhagsmála og viðskipta við náttúruvernd, sjálfbærni, siðfræði og fleiri anga samfélagsmála.