Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423153828.85

    Fjármálalæsi
    ÞJÓÐ2AF05
    2
    þjóðhagfræði
    Fjármálalæsi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Viðfangsefni áfangans eru fjármál einstaklingsins. Farið er í þau grunnatriði sem þarf að kunna skil á í fjármálum svo sem sparnað, bókhald, lán, lífeyri og fleira. Einnig verður farið í réttindi og skyldur á vinnumarkaði, launatengd hugtök, skattgreiðslur og skattframtal unnið. Þá verður farið yfir þá ytri þætti sem geta haft áhrif á eigin fjármál svo sem verðbólgu, gengi, verðtryggingu og fleira. Einnig er lögð áhersla á hlutverk einstaklingsábyrgðar í fjármálum og viðskiptum. Litið er til þeirra siðferðislegu ákvarðanna sem við stöndum frammi fyrir sem neytendur og hvernig við getum hagað neyslu okkar í góðu jafnvægi við náttúru og menn.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim þáttum efnahagslífsins sem hafa áhrif á eigin fjármál; gengi, stýrivöxtum, verðbólgu, verðtryggingu o.s.frv.
    • rekstrarkostnaði heimilis og bifreiða
    • réttindum og skyldum á vinnumarkaði
    • tilgangi skattlagningar, samneyslu og hlutverki hins opinbera
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera heimilisbókhald
    • vinna eigin skattaskýrslu
    • reikna launagreiðslur
    • leita sér upplýsinga um fjármál á veraldarvefnum
    • gera einfalda fjármála- og bókhaldsreikninga í Excel
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna fyrirhyggju og skipulag í fjármálum
    • vera læs á efnhagsumræðuna, hagtölur og myndræna framsetningu gagna
    • bera saman ólíka möguleika við sparnað og lántöku
    • haga neyslu sinni með sjálfbærni í huga
    Verkefnavinna og tímapróf.