Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423213855.66

    Grunnáfangi í stærðfræði á félagsvísindabraut
    STÆR2GF05
    89
    stærðfræði
    Grunnáfangi í stærðfræði á félagsvísindabraut
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Tölur, prósentur, 1. og 2. stigs jöfnur og talningarfræði. Vöxtur og vaxtareikningur, vísitölur og kaupmáttur. Notkun vasareiknis og forrita.
    Lágmarkseinkunn á braut
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • deilanleika og frumþáttun talna, náttúrulegum tölum, heilum tölum, ræðum tölum, rauntölum og bilum á rauntalnaásnum
    • undirstöðureglum talna- og bókstafareiknings og jöfnum, 1. og 2. stigs
    • einfaldri talningarfræði
    • grunnatriðum töflureiknis og/eða einhvers sérhæfðs stærðfræðiforrits
    • tugveldarithætti talna, staðalformi og mælingaskekkju
    • fallhugtakinu, formengi falls og varpmengi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • frumþátta tölur
    • reikna prósentur og vexti
    • nota undirstöðureglur talna- og bókstafareiknings til einföldunar stærðtákna og útreiknings með vasareikni
    • meta eða finna líkur á ýmsu sem fyrir kemur í daglegu lífi
    • nota forrit til að leysa ýmis reikningsleg viðfangsefni
    • nýta sér tugveldarithátt og mælinákvæmni til að bera saman tölur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta sett sig inn í og túlkað útskýringar og röksemdir annarra af virðingu, umburðalyndi og án fordóma
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s.s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
    Fjölbreytt námsmat með áherslu á leiðsagnarmat.