Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423226742.56

    Enskar myndasögur. Valáfangi í ensku.
    ENSK3DG05
    60
    enska
    Enskar myndasögur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur öðlast þekkingu á ýmsu sem tengist heimi enskra myndasagna, s.s. sögu þeirra, mismunandi tegundum og ákveðnum höfundum og bókmenntaverkum. Þeir öðlast einnig leikni í að vinna með myndrænt mál. Áhersla er lögð á skapandi vinnu á borð við persónusköpun og myndasögugerð. Nemendur vinna jafnframt að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að þjálfa framsögn, samræður, samvinnu, hlustun, gagnrýna hugsun, lesskilning og ritfærni.
    ENSK3CC/CH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • víðtækum nýjum orðaforða
    • • gagnrýnni bókmenntalegri umfjöllun
    • • því menningarumhverfi sem textar eru sprottnir úr
    • • myndmáli og samspili mynda og texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • hugsa á skapandi og gagnrýninn hátt
    • • taka afstöðu til hugmynda og rökstyðja mál sitt
    • • setja mál sitt fram skilmerkilega í ræðu og riti
    • • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
    • • vinna sjálfstæð verkefni að eigin vali
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • vinna sjálfstætt og skipuleggja verkefni
    • • lesa krefjandi bókmenntalega texta/skáldsögur og tjá sig munnlega og skriflega um efni þeirra með viðeigandi orðaforða
    • • taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
    • • nýta og beita nýjum orðaforða
    • • skrifa bæði skapandi og formlegan texta og beita viðeigandi rithefðum
    • • gera greinarmun á formlegri og óformlegri málnotkun í ræðu og riti
    • • meðtaka bókmenntaverk og njóta þeirra
    Verkefni, smápróf, ritun, munnleg færni og ástundun.