Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423426006.3

    Lýðheilsa: æfingaskipulagsgerð og forvarnir
    LÝÐH1GV02
    27
    lýðheilsa
    grunnáfangi verklegt
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Bóklegi hlutinn: Farið verður nánar í æfingaskipulagsgerð fyrir þol og styrktarþjálfun. Nemendur eiga að gera æfingaprógramm sem framkvæmt er í ræktinni og munu nemendur framkvæma það ca á 3ja vikna fresti. Verklegi hlutinn: Kennslan fer að mestu fram inni í íþróttasal en einnig í ræktinni og svo þegar nær dregur vori verða kennslustundirnar einnig utandyra. Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem farið verður í ýmsa leiki ásamt hinum ýmsu íþróttagreinum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • æfingaáætlunargerð og þeim atriðum sem henni tengjast
    • áhrifum vímuefna á heilsu og líkamlegt form
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útbúa æfingaáætlun út frá markmiðum hvers og eins
    • framkvæma áætlunina
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp skipulagða æfingaáætlun til skemmri og lengri tíma sem gerð er út frá raunhæfu markmiði/um ...sem er metið með... skriflegum verkefnum og verklegri kennslu
    Í áfanganum er leiðsagnarmat með símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa einnig að standast mætingarkröfur áfangans