Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1423438432.3

  Ályktunartölfræði
  STÆR3TÁ05
  33
  stærðfræði
  tölfræði, ályktunartölfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Meðal annars verður farið í líkindareikning, fylgni, ályktunartölfræði, normlega dreifingu, t-dreifingu, úrtaksdreifingu, fylgniútreikninga og aðhvarfsgreiningu. Nemendur læra að draga ályktanir um þýði á grundvelli úrtaka, setja fram tilgátur og prófa þær. Nemendur læra að setja fram gögn með sérhæfðum tölfræðiforritum og útskýra niðurstöðurnar, þeir velja sér rannsóknarefni og nýta allt sem þeir læra í áfanganum til að gera rannsóknarefni sínu skil.
  tölfræðiáfangi 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • algengustu líkindadreifingum
  • fylgnihugtakinu
  • ályktunartölfræði
  • öryggisbili
  • framsetningu tilgáta og prófana á þeim
  • öflun tölfræðilegra upplýsinga
  • grunnatriðum úrtaksfræða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta einfalda líkindadreifingu við útreikning líkinda
  • reikna fylgni á milli tveggja breytna
  • túlka fylgnistuðla
  • nota hugtökin öryggisbil, öryggismörk og öryggisstig á réttan hátt
  • setja fram tilgátur og prófa þær
  • framkvæma Z-próf og t-próf
  • nýta tölfræðileg forrit við vinnslu og framsetningu tölfræðilegra gagna
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
  • takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.