Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1423476875.75

  Inngangur að heimspeki
  HEIM2IH05
  15
  heimspeki
  inngangur að heimspeki
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Hvernig vitum við að veruleikinn er eins og hann birtist okkur? Hvað er þekking? Hvað er sannleikur? Hvað er vitund? Er guð til? Í áfanganum verða teknir fyrir valdir þættir í vestrænni heimspekisögu frá Grikklandi til forna fram að lokum 20. aldar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu í þróun heimspeki í gegnum mannskynssöguna ásamt grundvallarskilningi á helstu heimspekikenningum sem hafa mótað viðhorf mannsins til siðferðis, frelsis, guðs og eðli heimsins í kringum hann. Ásamt völdu lesefni verður notast við bíómyndir, tónlist og myndbrot úr dægurlífinu. Áhersla er lögð á sjálfstæða hugsun og sjálfstæð vinnubrögð, nemendur eru hvattir til að horfa með gagnrýnum augum á námsefnið jafnt sem eigin skoðanir og viðhorf. Mikil áhersla verður lögð á umræður í tímum og því er góð mæting mjög mikilvæg. Verkefnavinna miðar að því að nemendur öðlist hæfni til að nýta eigin þekkingu og reynslu við úrlausn nýrra viðfangsefna.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • völdum heimspekingum og heimspekikenningum frá forn Grikklandi til okkar tíma
  • mikilvægi gagnrýnnar hugsunar
  • undirstöðuatriðum heimspekilegrar hugsunar
  • lestri heimspekitexta
  • heimspekilegum samræðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa heimspekitexta
  • endursegja og skýra heimspekilega texta
  • beita gagnrýnni hugsun
  • meta eigin rök og annarra
  • tjá sig heimspekilega og hlusta á aðra
  • tengja heimspeki við eigin reynslu og veruleika
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta miðlað torskildum fróðleik á skýran hátt
  • geta beitt gagnrýnni hugsun á markvissan hátt á öllum sviðum lífsins
  • geta borið saman ólíkar skoðanir og rök til að komast að sameiginlegri niðurstöðu
  • geta tileinkað sér nýja þekkingu á markvissari hátt
  • skilja betur heiminn og samfélagið sem hann býr í
  • beita heimspekilegum hugmyndum til þess að leysa úr siðferðislegum vandamálum
  Leiðsagnarmat. Sérstaklega verður horft til frammistöðu í umræðum. Skrifleg verkefni, fyrirlestar nemenda og smærri próf. Einnig verður lögð áhersla á skapandi verkefni.