Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Leitast er við að nemendur tileinki sér markaðslega hugsun. Fjallað er um söluráðana og samval þeirra við markaðssetningu. Kynnt eru fyrir nemendum helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, kauphegðun og mörkun og almenn vinnubrögð við markaðssetningu. Nemendum fá að kynnast vinnubrögðum í markaðssetningu með því að vinna að hagnýtum verkefnum.
Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðutímum og verkefnavinnu nemenda. Áhersla er lögð á raunhæf verkefni og hópavinnu og að nemendur sýni sjálfstæði í vinnubrögðum.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• tilgangi og hugmyndafræði markaðsfræðinnar og þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélag
• mismunandi afstöðu fyrirtækja til markaðarins
• hugsanlegum neikvæðum afleiðingum sem markaðssetning getur haft fyrir einstaklinga og samfélag
• söluráðunum; vara, verð, kynning og dreifing
• helstu þáttum í ytra umhverfi fyrirtækja
• helstu hugmyndum um kaupvenjur á neytendamarkaði og fyrirtækjamarkaði
• markhópagreiningu, markaðsmiðun og markaðshlutun
• helstu hugtökum og hugmyndum varðandi vöru, vöruþróun og líftíma vöru
• mörkun og þróun vörumerkja
• helstu atriðum varðandi markaðssetningu þjónustu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
• beita grunnhugtökum markaðsfræðinnar við verkefnavinnu
• ræða hugmyndir markaðsfræðinnar
• vinna saman í hóp
• koma þekkingu sinni varðandi markaðstengd viðfangsefni á framfæri
• geta leyst raunhæf verkefni (case) í markaðsfræði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
• beita hugtökum markaðsfræðinnar í starfi
• meta siðfræðileg álitamál sem varða markaðssetningu
• heimfæra hugmyndir markaðsfræðinnar á eigið líf
• nýta sér hæfni sína til frekara náms í markaðsfræði
• nýta hæfni sína til starfa við einföld markaðsmál
• gera makhópagreiningu fyrir einstakar vörur
• miðla vitneskju sinni um markaðsmál til annarra
Námsmat samanstendur af verkefnum og kaflaprófum á önninni sem og skriflegu lokaprófi.