Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423493313.31

    Enska - daglegt mál
    ENSK2DM05
    61
    enska
    Enska Daglegt mál
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Grunnáfangi. Áhersla lögð á skilning (hlustun - lestur), talað mál (frásögn- samskipti) og ritun.
    Grunnskóli.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • daglegu máli, þ.m.t. helstu framburðareinkennum enskrar tungu
    • fréttum og flestum sjónvarpsþáttum með fréttatengdu efni
    • kvikmyndum á stöðluðum mállýskum
    • daglegum samskiptum við þá sem hafa enskuna að móðurmáli
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í samræðum af nokkru öryggi án mikillar umhugsunar í daglegum samskiptum við þá sem hafa enskuna að móðurmáli
    • hlusta á fréttir og fylgjast með sjónvarpsþáttum með fréttatengdu efni og greina aðalatriði frá aukaatriðum
    • skilja texta og lesa á milli línanna í samtímabókmenntum
    • haga orðum sínum í samræmi við aðstæður (ímyndaðar eða raunverulegar) t.d. í leik og spunaverkefnum og leysa ýmis mál í samræmi við
    • að rökræða og útskýra sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi og rakið ólík sjónarmið með og á móti, taka þátt í kappræðum, rökræðum, fyrirlestrum og kynningum og tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt
    • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt
    • skrifa texta frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín. Jafnt ljóð, leiktexta, sögu - sem hefðbundinn texta
    • að tjá sig munnlega og skriflega á skýran og áheyrilegan hátt um efni sem tengist áhugasviði hans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
    • skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni, ef hann þekkir vel til þess
    • leysa ýmis mál sem upp koma í samskiptum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
    • lesa á milli línanna, átta sig á dýpri merkingu í texta
    • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
    • eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum
    • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni við margs konar aðstæður
    • geta útskýrt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi og rakið ólík sjónarmið með og á móti
    • skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
    • skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig
    Fer eftir samsetningu áfanga hverju sinni. Til dæmis í formi sjálfsmats, jafningjamats, mats á fyrirlestrum, vinnumöppu, hlutaprófum, ástundun og mætingum.