Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1423566305.81

  þýska - áframhald af byrjendanámskeiði
  ÞÝSK1AF05
  48
  þýska
  evrópski tungumálaramminn, framhald, stig a1
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Markmið kennslunnar er að nemendur haldi áfram að æfa sig að skilja rit- og talmál, geti tjáð sig betur skriflega og munnlega í tengslum við kennsluefnið, þekki fleiri reglur í þýskri málfræði og auka orðaforða.
  ÞÝSK1AG05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • flóknari þýskum orðaforða
  • fjölbreyttara hlustunarefni
  • fleiri málfræðireglum
  • fleiri atriðum varðandi menningu, sögu og landafræði þýskumælandi landa
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja meira talað mál ef talað er hægt og skýrt
  • lesa lengri þýska texta
  • skrifa lengri þýska texta tengdir kennsluefni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hafa fjölbreyttari samskipti við þýskumælandi fólk á skriflegan og munnlegan hátt ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  • afla sér fjölbreyttari upplýsinga með hjálp kennslugagna og upplýsingatækni ...sem er metið með... verkefnum og prófum
  Þetta er símatsáfangi. Námsmatið byggir á skriflegum verkefnum sem nemendurnir vinna heima eða í tímum, svo á kaflaprófum, leiðarbók, vinnubók, mætingu, ástundun og virkni í tímum.