Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1423578752.47

  Íþróttir og útivist
  ÍÞRÓ1AL01
  87
  íþróttir
  almenn líkams- og heilsurækt eða útivist
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Í boði eru ýmsar íþróttagreinar í sal eins og badminton, bandý og blak. Útivist í formi göngu, hjólreiða eða skokks. Að hausti/vori er meiri áhersla lögð á útivist sem nemendur og kennari skipuleggja í sameiningu. Kynntar verða helstu reglur í badminton og blaki ásamt fleiri íþróttagreinum. Farið yfir grunntækni í þessum greinum.
  ÍÞR1ÍLB01
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvaða útivist er í boði á svæðinu
  • að setja upp áætlun fyrir sjálfan sig er varðar útivist
  • geta notað útivist sem líkamsrækt
  • helstu reglum í mismunandi íþróttagreinum s.s. badminton og blaki
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • velja sér þá útivist sem hann telur að henti sér
  • stunda hreyfingu sem honum finnst skemmtileg
  • spila íþróttir eins og badminton og blak
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • stunda hreyfingu til líkamsræktar sem hann hefur sjálfur skipulagt
  • hugsa um eigið heilbrigði með hollum lífsháttum til framtíðar
  Símat þar sem ástundun og virkni nemenda er metin jafnóðum.