Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423665357.27

    Lofthjúpurinn og veðurfar
    JARÐ3LV05
    3
    jarðfræði
    jörðin, lofthjúður, loftslag, veðurfar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Framhaldsáfangi í jarðfræði þar sem lögð er áhersla á lofthjúp jarðar og þá flóknu ferla sem stjórna veðurfari og loftslagi á jörðinni. Áhersla er lögð á loftslagsbreytingar og áhrif mannsins á þær. Nemendur vinna verkefni, sjálfstætt og í hópum þar sem lögð eru fyrir jarðfræðileg gögn. Unnið er með heimildir á neti, í tímaritum og bókum. Niðurstöður úr verkefnavinnu eru kynntar í stuttum fyrirlestrum og skýrslum.
    JARÐ2AJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • geislun sólar og rafsegulbylgjum í tengslum við hitastig
    • • árstíðum
    • • uppbyggingu og samsetningu lofthjúpsins
    • • gróðurhúsaáhrifum
    • • varmaflutningi í lofthjúpnum
    • • myndun úrkomu
    • • loft- og hafstraumakerfi jarðar
    • • loftslagsbeltum jarðar
    • • myndun og áhrifum veðurkerfa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • skilja dægursveiflur í hita og vindstyrk á jörðinni
    • • skilja áhrif afstöðu sólar og jarðar á árstíðir
    • • skilja áhrif mannsins á hnattrænar loftslagsbreytingar
    • • lesa í umhverfi sitt með tilliti til veðurfars og gróðurbelta
    • • setja upp, lesa úr og túlka flókin gögn úr töflum og á myndrænu formi
    • • nota gögn og heimildir í raunvísindum
    • • setja fram og túlka kort og gröf
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • gera sér grein fyrir samhengi í náttúrunni út frá þeim ferlum sem stýra loftslagi á jörðinni
    • • meta á gagnrýninn hátt og taka rökstuddar ákvarðanir er varða umgengni í náttúrunni í tengslum við mengun í lofthjúpi jarðar og hafinu
    • • geta á sjálfstæðan hátt aflað sér upplýsinga um náttúruvísindalegt efni og metið það á gagnrýninn hátt
    • • skilja upplýsingar um veðurfar og loftslag sem koma fram í fjölmiðlum og daglegri umfjöllun
    • • meta áhrif mannsins á umhverfi sitt í hnattrænu samhengi
    • • gera sér grein fyrir mun á skammtímabreytingum í veðurfari og langtímabreytingum í loftslagi
    • • gera sér grein fyrir þeim breytingum sem orðið geta á loftslagi og þeim ógnum sem af þeim stafa
    • • kunna skil á mismunandi loftslagsbelti á jörðinni
    Lokapróf, hlutapróf, einstaklingsverkefni, paraverkefni, hópverkefni, fyrirlestrar, veggspjöld, myndbönd, ritgerðir, vettvangsferðir, verklegar æfingar.