Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1423676542.46

  Tjáning
  TJÁN1SF02
  1
  tjáning
  Samskipti og framkoma
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Skýr tjáningarmáti er lykilatriði við að koma á framfæri óskum sínum og áformum. Hann er stór þáttur í samskiptum og velfarnaði hverrar manneskju. Með aukinni tjáningarhæfni verða nemendur læsari á kosti sína og galla í framsögn og framkomu. Í áfanganum er fjallað um mikilvægi færni í samskiptum og þess að geta tjáð sig á markvissan hátt. Nemendur eru gerðir meðvitaðir um áhrif framkomu sinnar og tjáningar á umhverfi og fólk. Nemendur læra aðferðir til að efla með sér örugga jákvæða framkomu, tjáningu og uppbyggileg samskipti.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • áhrifum eigin líkams- og raddbeitingar á umhverfi og fólk.
  • áhrifum eigin hugarástands á samskipti við aðra einstaklinga.
  • miklvægi öruggrar raddbeitingar og áhrifum hennar.
  • aðferðum til að flytja texta þannig að merking og innihald skili sér til áheyrenda.
  • aðferðum til að efla með sér hæfni til frásagnar.
  • mikilvægi þess að geta undirbúið og flutt stutt ávarp.
  • aðferðum til að meta eigin frammistöðu og framkomu.
  • aðferðum til að meta frammistöðu og framkomu annarra.
  • aðferðum til skýrrar tjáningar.
  • mikilvægi radd-, trausts-, og slökunaræfingar til að búa sig undir að koma fram opinberlega.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita rödd sinni á markvissan hátt.
  • tala máli sínu.
  • skoða áhrif eigin líkamstjáningar á fólk og umhverfi.
  • skoða áhrif líkamstjáningar annarra á fólk og umhverfi.
  • skoða ólíkar persónur við mismunandi aðstæður.
  • lýsa ólíkum persónum, túlka tilfinningar þeirra og skilgreina.
  • meta á uppbyggilegan hátt eigin frammistöðu og annarra.
  • nýta sér slökunaræfingar til að fyrirbyggja kvíða.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta halda erindi, sagt markvisst frá og haldið styttri fyrirlestra sem metið er með stuttum verklegum æfingum.
  • koma skoðunum sínum markvisst á framfæri sem er metið með stuttum verklegum æfingum.
  • færa rök fyrir máli sínu á uppbyggilegan hátt sem er metið með stuttum verklegum æfingum.
  • skilja áhrif eigin framkomu á fólk og umhverfi gera sér grein fyrir mikilvægi jákvæðrar endurgjafar í samkiptum sem er metið með framlagi nemenda í hópavinnu.
  • gera sér grein fyrir mikilvægi skýrrar framsagnar og tjáningar sem er metið með verklegum æfingum.
  • þróa með sér umburðarlyndi gagnvart öðru fólki og umhverfi sem metið er með framlagi í hópavinnu og verklegum æfingum.
  Námsmat byggir á símati, verkefnaskilum og ástundun. Nemendur vinna stuttar verklegar æfingar. Hópverkefni sem og einstaklingsverkefni sem metin verða jafnóðum.