Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1423738328.69

  Málfræði- og bókmenntahugtök
  ÍSLE1RM05
  66
  íslenska
  málfræði, ritun, stafsetning
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Lögð er áhersla á orðflokkagreiningu, beygingarfræði, setningafræði og stafsetningu. Nemendur þjálfast í grundvallarvinnubrögðum ritunar.
  Einkunnin C í íslensku úr grunnskóla eða sambærileg færni.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ýmsum grunnhugtökum varðandi sögu, ljóðstíl og form
  • merkingarlegum, beygingarlegum og setningafræðilegum einkennum orðflokka
  • stafsetningarreglum
  • gildi handbóka og uppflettirita
  • byggingu málsgreina og efnisgreina
  • uppsetningu, byggingu og framsetningu stuttra ritsmíða
  • hvernig skrifa á stuttar ritsmíðar í skrefum
  • forsendum góðrar framsagnar og samræðutækni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta málfræði til að bæta stíl og rita rétt
  • nýta sér uppflettirit og handbækur
  • skrifa læsilegan texta
  • byggja upp og ganga frá stuttum ritsmíðum
  • þekkja muninn á orðflokkum og geta greint málsgreinar í setningarhluta
  • lesa og skilja styttri bókmenntatexta
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta málfræði til að bæta ritsmíðar sínar
  • skrifa af hugmyndaauðgi og móta sér persónulegan stíl
  • hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.