Nemendur auka lesskilning sinn og æfast í að beita grunnhugtökum í bókmenntafræði. Nemendur kynnast bragfræði og stílbrögðum í ljóðum. Nemendur þjálfist í stafsetningu. Nemendur kynnast samræðutækni og þjálfast í að tjá skoðun sína. Nemendur þjálfast í grundvallarvinnubrögðum ritunar.
ÍSLE1RM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ýmsum grunnhugtökum varðandi sögu, ljóðstíl og form
stafsetningarreglum
gildi handbóka og uppflettirita
byggingu málsgreina og efnisgreina
uppsetningu, byggingu og framsetningu stuttra ritsmíða
hvernig skrifa á stuttar ritsmíðar í skrefum
forsendum góðrar framsagnar og samræðutækni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita bragfræðihugtökum
finna og útskýra myndmál og stílbrögð
finna sjónarhorn og áhrif þess
gera grein fyrir hefðbundinni byggingu sögu
nýta málfræði til að bæta stíl og rita rétt
nýta sér uppflettirit og handbækur
skrifa læsilegan texta
byggja upp og ganga frá stuttum ritsmíðum
lesa upp og tala fyrir framan aðra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta einkenni og gildi bundins og óbundins skáldskapar
nýta málfræði til að bæta ritsmíðar sínar
skrifa af hugmyndaauðgi og móta sér persónulegan stíl
taka afstöðu af umburðarlyndi og á jafnréttisgrundvelli og útskýra sjónarmið sín
hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.