Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1423748470.98

    Íslands- og mannkynssaga frá upphafi mannkyns til 1800 e.kr.
    SAGA1MF05
    9
    saga
    mannskynssaga til 1800
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Hér er sögunni fylgt frá fornöld og fram til um 1800 e.Kr. Áherslan er þó að mestu leyti á sögu vestrænnar menningar. Lögð er áhersla á ákveðin tímabil eða efnisatriði þar sem nánar er farið í vissa sögulega atburði. Reynt er að skapa heildstæða mynd af þróun sögu mannkyns frá fornöld til upphafs nútímans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • sögulegum bakgrunni atburða líðandi stundar
    • • margbreytilegu mannlífi bæði í fortíð og nútíð á Íslandi og annars staðar
    • • helstu vinnubrögðum við heimildaleit og heimildanotkun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • afla sér þekkingar um söguleg efni á sem fjölbreyttastan hátt
    • • vinna ýmist einn eða með öðrum að sameiginlegu sagnfræðilegu markmiði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • taka afstöðu til atburða fortíðarinnar og vinna með upplýsingar á gagnrýninn hátt
    • • setja sjálfur fram upplýsingar á fjölbreytilegan hátt
    • • meta og greina orsakir og afleiðingar sögulegra atburða
    Kennari notast við fjölbreytilegt námsmat. Nánar um námsmat í kennsluáætlun.